Lífsferill: 1884-1894

1884-1894

Í Reykjavík lærði Einar teikningu hjá Jóni Helgasyni, biskupi og fékk tilsögn hjá Torfhildi Hólm í ensku og málaralist. Nítján ára gamall, árið, 1893 hélt Einar til Kaupmannahafnar með hundrað krónur í farteskinu. Þar tók Björn Kristjánsson á móti honum og aðstoðaði. Að ósk Einars fór Björn með hann á fund Stephans Sindigs myndhöggvara sem naut gífurlegrar virðingar fyrir list sína. Stephan mælti með því að Einar héldi til tréskurðarmeistara þar sem Einar stundaði nám. Eftir að Einar hafði hætt námi hjá öðrum tréskurðarmeistara fékk hann að nema hjá Sindig. Þar lagði Einar drög að sínum fyrstu verkum. Sinding leiðbeindi honum um gerð styttunnar Drengur á bæn, sem Einar hjó í marmara sem Björn Kristjánsson hafði gefið honum.

Í Kaupmannahöfn kynntist Einar mörgum; verðandi eiginkonu sinni, Dananum Önnu Marie Jörgensen, Edvard Eriksen, sem átti íslenska móður og gerði eitt helsta kennileiti Kaupmannahafnar Litlu hafmeyjuna, sálfræðinginn Ágúst H. Bjarnason og Guðmund Finnbogason, sálfræðing og Alþingismann. Hann eyddi einnig tíma með Ásgrími Jónssyni, málara sem var frændi hans og Guðmundi Hannessyni, prófessor.