Forsíða

Þessi vefur er tileinkaður myndhöggvaranum
Einari Jónssyni (1874-1954)

Einum afkastamesta og sérstæðasta myndhöggvara sem uppi hefur verið.

Honum hefur verið líkt við samtímamann sinn, króatíska myndhöggvarann Ivan Meštrovic, aðrir hafa tengt hann við málarann og ljóðskáldið William Blake en sannast sagna á hann sér enga  sögulega hliðstæðu.

Veröld hans var uppfull af táknmyndum og hughrifum sem áttu uppruna sinn í náttúru Íslands, kaþólskri trú og norrænni goðafræði.

Verk hans eru þjóðareign. Hann gaf íslenska ríkinu verk sín árið 1908 með ákveðnum skilyrðum og Listasafn Einars Jónssonar, stofnað 1923, er á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur, á Skólavörðuholti á móti Hallgrímskirkju.

Einar var þeirrar skoðunar að tilgangur listarinnar væri að komast ögn nær guði.